fimmtudagur, 15. maí 2008

Ok...betra blogg

Ég veit ekki hvort allir vita þetta, en ég var að lita á mér hárið fyrir nokkrum vikum. Ég er núna orðin ljóshærð. Ég er búin að venjast þessu algjörlega, og mér finnst bara kjánalegt að sjá mig dökkhærða á myndum.

Og fyrir fólk sem er ekki mjög hrifið af þessu ætla ég bara að segja að mér er alveg sama hvað þeim finnst, ég nenni ekki að heyra að þetta sé asnalegt, eða ljótt eða eitthvað annað neikvætt. Mig langaði að gera þetta, þannig að ég gerði þetta. Og þannig er það bara. Ég er ekki að fara að lita hárið mitt dökkt bara af því að einhver sagði mér að þeim finnst ég ætti að gera þetta.

Ég er ÓGEÐSLEGA ánægð með þetta =)

Og hérna eru myndir (aðallega fyrir Tinnu, af því að hún er að verða brjáluð)

=D

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Töff!

Nafnlaus sagði...

Thetta er bara flott og venst mjog vel

kv,
mamma

vennesla sagði...

Þú ert alltaf flott Dagmar mín, hvort sem þú værir með grænt, rautt, blátt, dökkt eða ljóst hár:-) Þetta eru sko góðu genin úr móðurfjölskydunni þinni:-) við erum alltaf flott, alveg sama hvað. Bið að heilsa mömmu þinni.

Koss og knús frá Maju frænku í Norge

Nafnlaus sagði...

VÁÁÁÁÁÁÁ... pæjan jemin eini... við erum flottar ljóshærðu frænkurnar sko vúhú :-D

Nafnlaus sagði...

vá hvað þetta er spes, en bara af því að ég var að sjá þetta fyrst núna!
en vá þetta er töff! og maður á ekki að hlusta á blábilju annara, maður á bara að gera það sem að maður vill. fokk them dude! ef fólk tekur þér ekki eins og þú ert þá up theirs! já og það er tæp vika í það að við verðum sórar! já og mætir þú í teitið á laugardaginn?