miðvikudagur, 25. júní 2008

Hvítvín

Það voru næstumþví nokkur hjartaáföll á heimilinu áðan, þegar mamma fattaði að það var ekki til meira hvítvín. Eina flaskan sem var til var rúmlega hálfnuð og engin vildi drekka rósavínið af því að öllum fannst það vera allt of sætt. Nema mér. Þannig að ég mátti bara eiga hana :P

Allavega...mamma spyr alla hvað þeir eru búnir að drekka mikið, af því að það verður eiginlega að vera eitthvað til fyrir ferðalagið sem við erum að fara í á morgun. Ég var bara búin að drekka eitt rósavínsglas, þannig að ég þurfti að BRUNA út í vínbúð til að ná að kaupa eitthvað. Klukkan var eitthvað um tuttugu mínútur í 7, og engin var viss um hvenær búðin lokað, en við vorum samt soldið viss um það að vínbúðin lokar klukkan 7.

Þannig að ég og Doddi keyrum eins og brjálæðingar í vínbúðina, bara til að fá að heyra það að vínbúðin hafði lokað fyrir hálftíma. (klukkan var korter í 7) En gaurinn sem var þarna ákveður að hleypa okkur inn. Við finnum hvítvínið og Doddi sér strax hvaða vín hann vill. Hann sér 6 eða 7 flöskur og spyr gaurinn hvort það er ekki til meira. Hann vill sko fá 12. Þá fara allir mennirnir að hlaupa um alla búð að finna kassa og raða flöskum í kassann. En það finnast bara 11 flöskur!! Þá segir einn af gaurunum, "Þetta er í lagi, við hlaupum bara í búðina við hliðina á okkur og sækjum eina". Og þá HLAUP einn út í hornabúðina og náði í eina flösku.

Þannig að það á ekki eftir að vera skortur á víni þessa helgi :P

En þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvaða ferð við fjölskyldan erum að fara í...
Við ætlum sem sagt að fara í Etosha og vera þar í eina nótt og skoða öll dýrin og allt það, og svo verðum við í 2 nætur í Opuwo og gera eitthvað skemmtilegt þar. Þið sem lesið bloggið mitt á hverjum degi og vita alltaf hvað ég er að gera vitið kannski að fyrir ári fórum við (sem sagt, ég, Þórdís og pabbi) til Opuwo í nokkra daga, og vorum þar í nokkra daga í mest spes hóteli sem ég hef nokkurntímann verið í. Með sturtunum og klósettunum úti...þið getið séð myndirnar einhversstaðar á blogginu ef þið farið í síðasta ágúst og tjekkið á því :P

Allavega, ég ætla að einbeita mér betur að msn :P
Við heyrumst eftir nokkra daga :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

woohoo get kommentað, en já vildi bara segja góða skemmtun þarna í Opuwo :)

Nafnlaus sagði...

Það er mikilvægt að eiga eins og eina hvítvínsflösku, he he

kv,
mamma